Koddaver úr silki eru einstaklega mjúk og þægileg viðkomu. Silki er náttúrlegt efni sem er framleitt úr púpum silkiormsins Bombyx mori. Uppáhalds fæða Bombyx mori eru laufblöð Mulberry trésins.
Uppruna silkis má rekja til Kína yfir 8000 ár aftur í tímann. En til að byrja með voru það aðeins kínverskir keisarar og þeirra nánustu sem notuðu silki. Fljótlega breiddist silki út um Asíu með kínverskum kaupmönnum.
Silkið sem við seljum kemur frá Kína og er 19mm að þykkt. Hvert koddaver kemur í svörtum kassa.