„Sængin sem ég keypti var geggjuð.“ Sagði frúin við mig og bað um aðra alveg eins handa kallinum. Sem betur fer var sængin til og var líka á tilboði. Konan hafði keypt sæng handa sér fyrir jólin og lofað að kaupa aðra ef hún væri í lagi.
Það er alltaf gaman að gleðja aðra og fá „feeback“ að varan sem maður selur sé eins góð og maður heldur sjálfur. Ég var svo sem ekki í neinum vafa að Black forest sængurnar sem við seljum væru alveg „geggjaðar“. Eftir að hafa sofið undir einni sjálfur í tæpt ár. En heyra aðra segja það hvetur mann áfram til góðra verka.
Við eigum ennþá nokkrar 540 gramma 140*200cm sængur eftir og líka smá af 140*220cm x 740 gramma sængum. Síðan eru fleiri sængur á leiðinni frá Þýskalandi fljótlega. En það sem er kannski mest spennandi eru sængur sem ég er að láta sérframleiða fyrir okkur í Kína. Nokkrar prufur er lagðar af stað og eru væntanlegar næstu daga.
Um er að ræða bæði kodda og dúnsængur úr efnum sem ekki eru til í Black forest merkinu. Nákvæmlega hvernig dúnn eða ytra byrði verður fyrir valinu á eftir að koma í ljós. En gæðin verða meiri en aðrir söluaðilar á sængum hér á Íslandi og víðar bjóða upp á fyrir lægra verð.