Vorum að fá nýja sendingu af Black Forest sængunum vinsælu. Það er óhætt að segja að þessar frábæru sængur séu í mjög háum gæðaflokki.
Fólk verður stundum alveg ruglað þegar kemur að því að velja sæng. Síberíu gæsadúnn, 8,5 TOG, 90% andadúnn, 233 þráða, moskusdúnn, gæsadúnn frá Ungverjalandi o.s.fr.
Hvað er best og fyrir hvað er ég að borga? 1. gæði dúns, 2. þrjáðafjölda ytra byrðis, 3. þyngd. Þessa þrjú atriði ákveða innkaupsverðið og hversu góð sængin er.
Okkar sængur eru alltaf með mjög háan þráðafjölda í ytra byrðinu, 460-550 þráða sem er það fíngerðasta sem hægt er að kaupa. Flestar sængur á markaðnum eru í kringum 300 þráða eða minna. En það þýðir að þær eru þyngri, skrjáfa meira og eru óþjálli.
Við erum eingöngu með 100% gæsadún í mjög háum gæðaflokki. Ef þú sérð dúnsæng sem er t.d. með 90% gæsadúni og 10% smáfjöðrum til sölu þá er slík sæng 30% ódýrari í innkaupum en sama sæng með 100% dúni. Ekki nóg með það heldur er erfitt að fá 100% gæsadún og sumir framleiðendur bjóða ekki upp á slíkar sængur. Ég hef talað við framleiðendur í Evrópu sem vildu ekki selja okkur 100% dúnsængur. Mjög góður dúnn er 700-850 CUIN en sú mælieining segir hversu loftkenndur dúnninn er. Okkar bestu sængur eru 850 CUIN en margar búðir selja aðeins 500-650 CUIN sængur.
Þriðja atriðið sem ræður gæðum og verði sængur er síðan hversu mörg grömm af dúni eru í henni. Margir framleiðendur nota TOG gildi til að bera sængur saman en að mínu mati er það ruglingslegt. Því TOG gildi sængur er bara ein tala sem mælir hveru vel hún einangrar en segir ekkert til um gæði dúns eða magn nema óbeint. Okkar sængur innihalda frá 540-770 grömmum af dúni og síðan bætist við þyng ytra byrðis. Þyngd einnar sængur er því í kringum 1.1 – 1,4 kg sem er mjög lítið. Samt eru sængurnar „fluffy“ og einangra vel.
Þegar öll þessi þrjú atriði eru nálægt því besta sem til er þá verður sængin, létt, hlý og ofurmjúk.