Hver er munurinn á satíni og damaski? Í stuttu máli er svarið einfalt. Bæði satín og damask geta verið úr hverju sem er. Þá er ég ekki að meina grenitré eða járni. Heldur ull, polyester, bómull, silki o.s.fr. Munurinn felst í hvernig efnið er ofið. Damaskið er með ofnu mynstri í en satínið er alveg slétt.