Hvernig má þvo þetta? Er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ.
Venjuleg bómullar rúmföt má þvo á hvaða hita sem er og þurrka eins lengi eða lítið eftir smekk. Vissulega má ekki klóra eða nota svipuð efni á litaðan þvott. En fyrir utan svona „common“ sense hluti er fátt sem getur skemmt rúmfötin þegar þau eru þvegin.
Best er að þvo rúmföt á 35-38 gráðu hita í forþvotti. 4-6 mínútur. Nota venjulegt sápuduft eða vökva. „Color“ sápa getur líka verið sniðug ef þú vilt ekki að liturinn dofni með tímanum. Sumar sápur geta gert þvottinn gráann. Síðan kemur aðalþvotturinn. Hann ætti að vera 8-12 mínútur og 60-70 gráðu heitur. Það er óþarfi að hafa mikið meiri hiti. Síðan þarf 3-4 skol og vindingu í lokin.
Eftir þetta er gott að setja rúmfötin í þurrkara. Ekki hafa samt of mikið í honum. Ekki heldur klára að þurrka alveg. Hafa c.a. 10% raka eftir í þvottinum og láta hann síðan hanga eða setja beint á rúmið.
Flestar heimilisþvottavélar hafa fín prógrömm sem hægt er að nota án vandræða. Sama gildir með þurrkara. Þegar rúmföt er þvegin í fyrsta skipti fyrir notkun er óþarfi að nota meira en 40 gráðu hita og líka óþarfi að nota mikla sápu. Eftir það er best að þvo rúmfötin einu sinni í viku eða í mesta lagi á tveggja vikna fresti.
Einhverstaðar heyrði ég líka að rúmföt sem eru þvegin reglulega endist lengur. Sel það reyndar ekki dýrara en ég keypti það.